Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári
- Upplýsingar
- Written by Inter
- Flokkur: Fréttir
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefst skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á næsta ári.
Fjallað var m.a. um málið á Vísi.
Meltingarklínikin í Ármúla hefur nú þegar tekið í notkun speglunartæki frá Olympus þar sem notast er við gervigreind til að bæta gæði greiningar.
Mikil ánægja er með virkni tækjanna og þykja þau marka tímamót í greiningu krabbameins á frumstigi í ristli.
Olympus, sem er leiðandi í framleiðslu speglunartækja, kynnti þessa nýju tækni til sögunnar í október 2020 og hefur hún fengið góðar viðtökur um allan heim. Á sama tíma var kynnt til sögunnar ný lína tækja, EVIS X1, sem setur ný viðmið fyrir gæði í greiningu og meðhöndlun meina. Með ENDO-AID hugbúnaðinum hefur Olympus ennfremur aukið við gæði speglunar í ristli og endaþarmi.
Tækin skima myndirnar í rauntíma og merkja inn á þær hvar hugsanleg mein getur verið að finna. Á myndinni má sjá hvar gervigreindin hefur merkt það svæði sem líklegt er að þurfi að skoða nánar.
Nýtt ómtæki bkActiv
- Upplýsingar
- Written by thor sigurdsson
- Flokkur: Fréttir
Bk medical hefur sett á markaðinn nýtt ómtæki bkActive til að nota í skurðaðgerðum. bkActive notar Active Imaging eða rauntíma mynd meðan aðgerðin er framkvæmd þannig að skurðlæknar geta tekið ákvarðanir meðan á aðgerð stendur, https://www.bkmedical.com
Covid-19 sjálfspróf
- Upplýsingar
- Written by thor sigurdsson
- Flokkur: Fréttir
Inter ehf hefur tekið í sölu COVID-19 munnvatns sjálfspróf frá Alltest
Næmni prófsins er 97% og er það mjög auðvelt í notkun. Ferill sýnatöku tekur skamman tíma og niðurstaðan liggur fyrir eftir 15 mínútur.
Eftir notkun eru hlutir settir í þar til gerðan poka og fargað á viðeigandi hátt.
Frekari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.