Meginhlutverk fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu við sína viðskiptavini með áherslu á hraða, sveigjanleika, hagkvæmni og fagmennsku í fyrirrúmi. Starfsfólk Inter veitir kennslu á seldan búnað. Þá kappkostar fyrirtækið að selja vandaðar vörur á hagkvæmu verði.

Markmið Inter er að allir starfsmenn fyrirtækisins hafi góða kunnáttu á boðnum búnaði. Sölu- og tæknimenn Inter hafa margra ára reynslu við uppsetningu, kennslu og þjónustu á hátæknibúnaði fyrir heilbrigðisstofnanir. Þeir hafa sótt fjölmörg námskeið hérlendis og erlendis til náms og þjálfunar.

  • Inter fylgir ströngustu kröfum frá Olympus.
  • Inter vinnur stöðugt að því að bæta virkni gæðastjórnunarkerfisins í starfsemi sinni.
  • Inter ehf hefur ISO9001 vottun BSI.
  • Inter skuldbindur sig til að fylgja ströngustu kröfum umhverfisstefnu.
  • Inter ehf er með sterka stöðu á heilbrigðismarkaði.