hjartavernd

Hjartavernd Norðurlands gaf á dögunum Heilsugæslu Akureyrar veglega gjöf í formi Zoll endurlífgunartækis. Samskonar tæki eru nú þegar í notkun í sjúkrabílum á Akureyri og eykur þetta því samræmi í meðferð og öryggi sjúklinga.

Zoll endurlífgunartæki eru með þeim fullkomnustu á markaði og leiðbeina á íslensku.